ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 12:00

Koeman: Rooney er velkominn til Everton

SPORT

Rykiđ úr gosinu alveg ógeđslegt

 
Innlent
14:10 16. APRÍL 2010
Bjarney ţurfti ađ hylja vit sín í gćr. Nú er búiđ ađ senda grímur til ţeirra.
Bjarney ţurfti ađ hylja vit sín í gćr. Nú er búiđ ađ senda grímur til ţeirra.

„Þetta var alveg svakalegt hérna í gær. Það var bara myrkur eins og þegar maður er að fara að sofa á kvöldin, segir Bjarney Sigvaldadóttir, bóndi á Bakkakoti við Kirkjubæjarklaustur. Hún og Torfi Jónsson eiginmaður hennar voru með barnabörnin hjá sér þegar að gosið hófst í Eyjafjallajökli og hlaupið kom í kjölfarið. Stelpurnar litlu, sem eru tveggja og sex ára, komust hins vegar yfir Markarfljót áðan og því allar líkur á að þær komist heim til sín í Reykjavík í dag.

Bjarney segir að það sé ekki sama myrkrið í dag og var í gær. „En það var verið að koma með grímur og gleraugu þannig að þeir búast við einhverju," segir Bjarney. Það er björgunarsveitin sem sér um að dreifa hlífðarbúnaðinum.


Barnabarniđ var ekkert á ţeim buxunum ađ ćtla ađ kyssa Torfa afa sinn eftir ađ hann kom úr smalamennsku.
Barnabarniđ var ekkert á ţeim buxunum ađ ćtla ađ kyssa Torfa afa sinn eftir ađ hann kom úr smalamennsku.


Bjarnney og eiginmaður hennar, Torfi Jónsson, eru með 22 mjólkandi kýr og 300 kindur. Þeim hefur tekist að koma öllum dýrunum á hús og því eru þau ekki í hættu.

Bjarney segir að rykið sé alveg ógeðslegt og smjúgi inn um öll göt og glugga. „Ég var að vinna í álverinu áður en við komum hingað og þetta er bara voðalega svipað og rykið þar," segir Bjarney.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Rykiđ úr gosinu alveg ógeđslegt
Fara efst