Innlent

Hjálmar Sveinsson: Tónlistarhúsið fjármagnað með Icesave

Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík er líkast til fjármagnað að hluta til með Icesave. Þetta segir útvarpsmaður Hjálmar Sveinsson sem gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Húsið sé því að einhverju leyti í boði breskra líknarfélaga og bæjarfélaga.

Hjálmar fjallar um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í pistli á Eyjunni. Hann segir framkvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Portus, sem var í eigu Landsbankans og Nýsis, hafi sagt sér að árið 2007 hafi framkvæmdirnar verið stopp því Landsbankanum tókst ekki að útvega meira fjármagn. Nokkrum vikum síðar hafi fjármagnið farið að flæða á ný og framkvæmdir haldið áfram af fullum krafti fram á haustið 2008.

„Framkvæmdarstjórinn kvaðst ekki í nokkrum vafa að þarna voru Icesafe-peningar á ferð. Það þýðir að tónlistarhöll okkar Reykvíkinga er að einhverju leyti í boði breskra líknarfélaga, bæjarfélaga, lögreglufélaga og einstaklinga sem settu sparnaðinn sinn inn á Icesafe-reikninga árin 2007 og 2008," segir Hjálmar í pistlinum sem er hægt að lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×