Innlent

Ásmundur ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG. Mynd/ Pjetur.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG. Mynd/ Pjetur.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt. Þetta sagði Ásmundur, sem er nýkjörinn formaður Heimssýnar, á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá.

„Við erum komin á þessa braut, að sækja um aðild að ESB en við megum ekki hengja haus," sagði Ásmundur. Hann sagði að jafnframt stoppa þurfi umsóknarferlið á næsta þrepi enda telji hann að ekki sé meirihluti á Alþingi til að halda áfram með málið. „Við slátrum ESB kosningunni," sagði Ásmundur og lofaði fundarmönnum því að hann muni ekki tipla í kringum Samfylkinguna í ESB málinu heldur þvert á móti að gera Samfylkingunni lífið leitt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×