Innlent

Fleiri andvígir aðild að ESB en hlynntir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar eru frekar andvígir aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun Capacent Gallup.
Íslendingar eru frekar andvígir aðild að ESB ef marka má skoðanakönnun Capacent Gallup.
Alls eru 48,5% landsmanna andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu en 34,7% eru hlynntir aðild samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir útgáfufélagið Andríki, sem heldur úti Vef-Þjóðviljanum.

Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Niðurstöður urðu þær, að 17,1% sögðust vera „mjög hlynnt", 17,6% sögðust vera „frekar hlynnt", 19,3% sögðust vera „frekar andvíg" og 29,2% sögðust vera „mjög andvíg". 16,9% sögðust vera hvorki hlynnt né andvíg.

Ef þeim, sem völdu svarið „hvorki né", er sleppt úr niðurstöðunum, eru því 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×