Innlent

Stjórnarliði vill fella þingsályktun ríkisstjórnarinnar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna. Mynd/Anton Brink
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði felld í umræðum um störf þingsins í dag.

Hann var þá að svara Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur hafði spurt hvort Ásmundur myndi hlíta niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB þvert á eigin samvisku.

Þá svaraði Ásmundur því til að hann teldi gæfulegra að fella þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar í þinginu svo ekki þyrfti að koma til þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Ég treysti því að háttvirtur þingmaður muni aðstoða mig ásamt þingheimi öllum við að slá Evrópusambandsumsókn út af borðinu," sagði Ásmundur.

„Þegar ég horfi yfir þennan sal ber hann greindarlegt yfirbragð, og nægilega greindarlegt til að vísa aðildarumsókn frá."

Hann fagnaði áhuga Sjálfstæðisflokksins á þjóðaratkvæðagreiðslum jafnframt sérstaklega, en þingmönnum flokksins hefur orðið tíðrætt um þjóðaratkvæðagreiðslur í þinginu undanfarna daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×