Innlent

Mótmæli við Fjármálaeftirlitið (myndskeið)

Fjármálaeftirlitið hefur brugðist þeirri skyldu sinni að veita viðskiptalífinu aðhald og eftirlit, segir hópurinn sem mótmælti við Fjármálaeftirlitið í dag. Sú vanræksla sé ein af ástæðum þess að þúsundir Íslendinga sjái fram á atvinnuleysi, eignamissi og jafnvel gjaldþrot. Almenningur standi varnarlaus gegn afglöpum fjármálaeftirlitsins en stjórnarmenn sitji þó sem fastast í hálaunastöðum sínum, staðráðnir í að firra sig ábyrgð.

Hópurinn segist hafa komið saman í húsi Fjármálaeftirlitsins, í þeim tilgangi að raska ró þeirra sem þar hafi verið að dunda sér við eitthvað allt annað en að sinna störfum í þágu þjóðarinnar. Hópurinn krefjist þess að stjórn Fjármálaeftirlitsins segi af sér og gefi viðunandi skýringar á því hvernig yfirvofandi bankahrun og það sjónarspil sem átt hafi sér stað í viðskiptalífinu, gat farið fram hjá þeim.

Hópurinn segist ekki sætta sig við að þeir sem beri ábyrgð á efnahagshruninu haldi áfram að mata krókinn á kostnað almennings og krefst þess að stjórn Fjármálaeftirlitsins víki.

Smelltu á „horfa á myndskeið með frétt" til að sjá myndir frá mótmælunum í morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×