Innlent

Minna heimilissorp í kreppunni

Blá tunna undir dagblöð, græn er losuð hálfsmánaðalega og sú svarta vikulega.
Blá tunna undir dagblöð, græn er losuð hálfsmánaðalega og sú svarta vikulega.

,,Magn heimilissorps sem safnað var í október á þessu ári er um 16% minna en í október í fyrra," segir Guðmundur B. Friðriksson hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar í tilkynningu.

Minnkun á blönduðu heimilissorpi má rekja til aukinnar flokkunar en einnig til minni neyslu. „Við sjáum fram á að sorpmagn minnkar enn frekar vegna kreppunnar," segir Guðmundur og nefnir að verulega muni draga úr magni dagblaða þar sem prentun á dagblaðinu 24 stundum var hætt í október.

Blandað heimilissorp var um 6,2% minna fyrstu tíu mánuði þessa árs í samanburði við árið í fyrra. Heildarmagn heimilissorps stefnir í 25.760 tonn fyrir árið 2008 en var 27.136 tonn árið 2007.

Mælingar Sorpu á samsetningu heimilissorpsins sýna að dagblöð eru ekki lengur stærsti úrgangsflokkurinn í sorpinu og má rekja það til flokkunar dagblaða til endurvinnslu.

„Fleiri íbúar en áður nota tunnu fyrir flokkað sorp eða skila því á grenndar- og endurvinnslustöðvar," segir Guðmundur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×