Innlent

Össur segir ekki þörf á loftrýmisgæslu Breta

Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri þeim skilaboðum til NATO að ekki sé þörf á því að Bretar annist loftrýmisgæslu Íslands. Starfandi utanríkisráðherra segir að það myndi misbjóða þjóðarstolti Íslendinga ef Bretar kæmu hingað til þess að verja okkur. Forsætisráððherra segir hins vegar enga ákvörðun hafa verið tekna hvort breski herinn komi.

Franskar herþotur og einnig bandarískar sinntu loftrýmisgæslu Íslands fyrr á árinu og höfðu þá aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Bretar eru næstir í röðinni en áformað er að breski herinn sinni þessu hlutverki í desember.

Miðað við svör starfandi utanríksiráðherra verður ekki af því. Össur Skarphéðinsson sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að íslensk stjórnvöld teldu ekki þörf á því að þeir kæmu að loftrýmiseftirliti og að það myndi misbjóða þjóðarstolti Ísledninga ef af því yrði miðað við undangengna atburði. Aðspurður hvort þessum skilaboðum yrði komið á framfæri sagði Össur að NATO vissi þegar af þessu.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði hins vegar við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun að engin ákvörðun hefði verið tekin í málinu. Verið væri að fara yfir málið og sömuleiðis leysa nokkur mál með Bretum.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×