Innlent

Andarnefjan aftur á Pollinum

Sennilega er þetta ekki sama andarnefjan en þessi komst í fréttirnar fyrir að synda upp ána Thames í Lundúnum á dögunum.
Sennilega er þetta ekki sama andarnefjan en þessi komst í fréttirnar fyrir að synda upp ána Thames í Lundúnum á dögunum. MYND/AP

Andarnefjan, sem hélt sig á Pollinum á Akureyri í síðustu viku og hvarf svo í tvo sólahringa, birtist aftur á Pollinum síðdegis í gær ásamt kálfi sínum, og vakti mikla athygli vegfarenda í grennd við Höfnersbryggju.

Þar buslaði hún og stökk upp úr sjónum, en kálfurinn hafði hægt um sig. Giska menn á að hún hafi skotist út úr firðinum til að næra sig, en hún étur aðeins smokkfisk, sem ekki er í Eyjafirðinum. Þá er hald manna að kálfurinn sé eitthvað særður og að móðirin vilji halda sig til hlés á Pollinum á meðan hann er að jafna sig.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×