Innlent

Segir Svan ófrægja Hannes Hólmstein

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tjáir sig um greinar Svans Kristjánssonar prófessors sem birtust í Fréttablaðinu í vikunni á heimasíðu sinni.

Þar fjallar Svanur um störf Hannesar Hólmsteins við Háskólann og segir hann m.a hafa hlotið lektorsstöðu við Háskólann vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika.

Björn segir Svan hafa ritað greinarnar til þess að ófrægja Hannes og að á bakvið þessi skrif búi óvenjulegur illvilji. Hann segir Svan einnig hafa veist að Ólafi Þ. Harðarssyni prófessor við félagsvísindadeild skólans.

„Ég hef ekki kynnt mér önnur skrif Svans á fræðasviðinu en þau, sem snerta embætti forseta Íslands. Þau ná ekki máli, heldur byggjast á annarlegum sjónarmiðum eins og skrif Svans um Hannes Hólmstein," skrifar Björn á heimasíðu sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×