Innlent

Met í fjölda gesta Bláa lónsins

MYND/Bláa lónið

Gestir Bláa Lónsins hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar tæplega 408 þúsund manns sóttu þennan vinsæla áfangastað. Tveir þriðju hlutar gestanna voru útlendingar. Þetta er rúmlega sjö prósenta aukning frá fyrra ári.

Einkaklefar voru teknir í notkun og baðaðstaðan öll endurnýjuð á seinni hluta síðasta árs eftir umfangsmiklar breytingar og endurbætur. Þá var einnig tekin í notkun betri stofa og veitingastaðurinn Lava sem er byggður inn í hraunið.

Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa lónsins segir viðbrögð gesta við breytingunum hafa verið afar góð og jákvæð. „Enda vorum við að mæta óskum gesta."

Hún segir markmið breytinganna ekki að fjölga gestum, heldur auka gæði heimsóknanna með fjölbreyttari þjónustu og gera þannig heimsóknir gestanna enn ánægjulegri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×