Fótbolti

Aron ekki valinn í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í leik gegn Bayern á föstudag.
Aron í leik gegn Bayern á föstudag. vísir/getty
Þó svo Aron Jóhannsson sé orðinn heill heilsu og farinn að spila fyrir Werder Bremen var hann ekki valinn í bandaríska landsliðið.

Jürgen Klinsmann landsliðsþjálfari tók engar áhættur í liðsvali sínu fyrir tvo mikilvæga landsleiki í undankeppni HM.

Það er missir fyrir bandaríska liðið að Clint Dempsey getur ekki spilað með þeim en hann er að glíma við hjartsláttartruflanir.

Klinsmann stólar engu að síður á reynslumikla leikmenn fyrir verkefnin.

Bandaríkin eru í öðru sæti í C-riðli og þessir leikir verða að vinnast.

Hópurinn:

Markverðir: Brad Guzan (Middlesbrough), Ethan Horvath (Molde FC), Tim Howard (Colorado Rapids)

Varnarmenn: Kellyn Acosta (FC Dallas), Matt Besler (Sporting Kansas City), Steve Birnbaum (D.C. United), John Brooks (Hertha BSC), Geoff Cameron (Stoke City), Omar Gonzalez (Pachuca), Fabian Johnson (Borussia Monchengladbach), Michael Orozco (Club Tijuana), DeAndre Yedlin (Newcastle)

Miðjumenn: Paul Arriola (Club Tijuana), Kyle Beckerman (Real Salt Lake), Alejandro Bedoya (Philadelphia Union), Michael Bradley (Toronto FC), Jermaine Jones (Colorado Rapids), Darlington Nagbe (Portland Timbers), Christian Pulisic (Borussia Dortmund), Caleb Stanko (FC Vaduz), Graham Zusi (Sporting Kansas City)


Framherjar: Jozy Altidore (Toronto FC), Jordan Morris (Seattle Sounders FC), Rubio Rubin (FC Utrecht), Chris Wondolowski (San Jose Earthquakes), Bobby Wood (Hamburg SV)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×