Fótbolti

Aron Einar og Alfreð glíma við meiðsli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar fagnar á Laugardalsvelli eftir sigurinn á Tékkum.
Aron Einar fagnar á Laugardalsvelli eftir sigurinn á Tékkum. Vísir/Ernir
Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason eiga við meiðsli að stríða. Báðir eru í hópi íslenska karlalandsliðsins fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016.

Þjálfararnir tilkynntu hópinn á fundi með blaðamönnum í Laugardalnum í dag. Hópurinn er óbreyttur frá því í sigurleiknum gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í júní.

Lars tjáði blaðamönnum að hann hefði rætt við Aron Einar í gær. Hann teldi fyrirliðann vera þannig leikmann að það ætti ekki að há honum svo mikið þótt hann hafi ekki spilað marga leiki undanfarið.

Hvorki Aron Einar né Alfreð munu leika með félagsliðum sínum, Cardiff í Wales og Olympiacos í Grikklandi, um helgina. Heimir Hallgrímsson sagði að hann ætti þó ekki von á öðru en báðir yrðu klárir í slaginn gegn Hollandi á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×