Lífið

Árni Johnsen fær klapp á kollinn

Sveitin spilar á Akureyri og í Eyjum um helgina.
Sveitin spilar á Akureyri og í Eyjum um helgina. Mynd/Magnús Andersen
„Þetta verður tryllt. Unnsteinn er ekki búinn að tala um annað. Hann er nefnilega svo skotinn í stelpunum á Akureyri,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari í hljómsveitinni Retro Stefson, en sveitin heldur ball á Græna hattinum á Akureyri á laugardeginum um verslunarmannahelgina.

„Hermigervill ætlar að hita upp gestina og svo ætlum við að taka við og vera í geðveiku stuði,“ bætir Logi við, en húsið verður opnað klukkan 22.

„Við höfum ekki spilað á Græna hattinum rosalega lengi, en það er alltaf ótrúlega gaman. Akureyringar eru svo skemmtilegir djammarar.“



Logi segir alltaf heiður að fá að spila á Græna hattinum.

„Haukur og staffið þarna er alveg frábært. Svo eru þetta fyrstu tónleikarnir okkar á Akureyri í ár!“ bætir hann við og segist vilja spila meira fyrir norðan.

Eftir ballið heldur sveitin á Þjóðhátíð í Eyjum.

„Við förum svo til Eyja og ætli maður gefi ekki Árna Johnsen klapp á kollinn og smá knús, honum veitir nú ekki af því blessuðum,“ segir Logi og blikkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×