Lífið

Armani-sleðar ósáttir við lopann

Ármann Kr. Ólafsson.
Ármann Kr. Ólafsson.

„Sumir vinir mínir sem ég kalla „Armani sleða" sem sofa helst í jakkafötum, hafa verið að senda mér tölvupóst og segja að þetta sé alveg ómögulegt en þeir eru bara að stríða mér," svarar Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður aðspurður um lopapeysuna sem hann klæðist á heimasíðu sinni armannkr.is sem telst vissulega til tíðinda í kosningaslag Sjálfstæðisflokksins. 

„Þetta var þannig að konan mín prjónaði peysu og gaf mér hana. Þá var hún búin að sauma og prjóna kjóla, vettlinga, pils og fleira. Bullandi framleiðsla heima og ég fékk peysuna." 

„Þá varð mér hugsað til þess að þetta var eins og þegar við vorum að byrja að búa. Gömlu gildin sem við þurfum að byggja á núna. Það er kannski út af þessari peysu að þetta slagorð fæðist því núna viljum við byggja á góðum gildum og traustum," segir Ármann Kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×