Innlent

Áreitti gesti og barði í lögreglubíl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gær eftir að hafa áreitt gesti á veitingastað vð Laugarveg. Var honum vísað þaðan út er lögregla kom á svæðið. Fór þá maðurinn að berja í lögreglubíl.

Við öryggisleit fundust ætluð fíkniefni á manninum og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Þá var ölvaður maður til vandræða viið Borgarleikhúsið. Maðurinn var vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast. Einn var handtekinn grunaður um að eignaspjöll á leigubíl á Suðurgötu. Hann var einnig vistaður í fangageymslu vegna rannsókn málsins.

Klukkan fjögur í nótt var maður handtekinn við Lækjartorg grunaður um brot á vopnalögum. Var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Lögregla var einnig með umferðareftirlit á Skólavörðuholti. Fimm ökumenn voru handteknir, þrír fyrir ölvun við akstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Fjórum ökumönnum var gert að hætta akstri þar sem þeir höfðu neytt áfengis en mældust undir refsimörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×