Lífið

Appið endurspeglar óeðlilegar útlitskröfur

Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir skrifar
Ungfrú Ísland árið 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur lagt sig fram við að hafa áhrif. Nú beinir hún sjónum sínum að útlitsdýrkuninni.
Ungfrú Ísland árið 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur lagt sig fram við að hafa áhrif. Nú beinir hún sjónum sínum að útlitsdýrkuninni.
Appið „YouCam Makeup“ hefur farið sem eldur um sinu meðal snjallsímanotenda sem svo varpa efninu á samfélagsmiðlana.

Um er að ræða app sem breytir ljósmyndum, til dæmis eru nef minnkuð, augu stækkuð, mitti grennt og fleira þar fram eftir götunum.

Ungar konur hafa verið einna duglegastar við að nýta sér appið og birti fegurðardrottningin Tanja Ýr Ástþórsdóttir af sér mynd á samfélagsmiðlunum þar sem hún sýnir muninn á myndum af sér, fyrir og eftir notkun appsins. Með þessu er Tanja að vekja athygli á ruglandi skilaboðum sem appið getur stuðlað að og þeirri staðreynd að konur verði einnig fyrir aðkasti fyrir að nota umrætt app. Þannig komi upp ákveðin pattstaða, annars vegar skuli konur uppfylla ákveðna útlitsstaðla sem einungis nást með notkun appsins og hins vegar séu þær fordæmdar fyrir að nota appið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×