Innlent

Annar stór skjálfti í Kína

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Jörð skalf í Sichuan héraði í suðvesturhluta Kína í dag. Skjálftinn var af stærðinni 5,6 um 25 kílómetrum norðvestur af borginni Kanding á rúmlega 11 kílómetra dýpi.  Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki né eignartjóni, en fjölmargir neyddust til að flýja heimili sín og símasamband rofnaði.

Síðasta laugardag mældist skjálfti upp á 5,9 á sömu slóðum. Fimm létu lífið og hátt í sextíu slösuðust. Þá eyðilögðust 25 þúsund hús og þúsundir þurftu að flýja heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×