Íslenski boltinn

Andrés Már kominn heim í Árbæinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andrés Már aftur kominn í appelsínugula búninginn.
Andrés Már aftur kominn í appelsínugula búninginn. Mynd/Fylkismenn.is
Fylkismenn geta brosað út að eyrum því Andrés Már Jóhannesson, miðjumaðurinn öflugi, er endanlega kominn aftur heim í Árbæinn.

Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki í dag en frá þessu er greint á Fylkismenn.is. Andrés kemur til liðsins frá Haugesund í Noregi þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár.

Andrés er uppalinn Fylkismaður sem á að baki 110 leiki í deild og bikar fyrir Fylki og skorað í þeim tólf mörk.

Hann sló í gegn sumarið 2011 og var þá seldur til Haugesund. Þar lenti hann í erfiðum meiðslum og fékk lítið að spila. Andrés var lánaður til Fylkis síðasta sumar og átti hann stóran þátt í upprisu liðsins í seinni umferðinni.

Fram kemur á fylkismenn.is að Andrés Már sé að jafna sig á meiðslum og missir líklega af upphafi Íslandsmótsins. Hann fór aftur á móti með liðinu í æfingaferð til Spánar á dögunum þar sem hann var í endurhæfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×