ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 11:45

Verksmiđja United Silicon sú eina sem liggur undir grun

FRÉTTIR

Allt um stóra lopapeysumáliđ í fréttum Stöđvar 2

 
Innlent
17:40 18. MARS 2016

Lopapeysa sem Ragnheiður Elín Árnadóttir færði borgarstjóra Chicago hefur valdið usla eftir að upp komst að hún var framleidd í Kína.

Ragnheiður Elín sem er ráðherra ferðamála var í Chicago í tilefni þess að Icelandair hefur hafið skipuagt áætlunarflug til borgarinnar og var þetta jómfrúrferð flugfélagsins. Icelandair færði Rahm Emanuel, borgarstjóra Chicago, að gjöf prjónaða lopapeysu frá 66° Norður og var það ráðherrann sem afhenti gjöfina. 

Í fréttum Stöðvar 2 verður fjallað um gagnrýni Handprjónasambandsins en fulltrúar þess segjast vera miður sín vegna málsins

„Við hjá Handprjónasambandi Íslands erum miður okkar yfir þessari sjón. Svona flík myndi aldrei vera boðin til sölu í okkar verslunum. Handprjónasambandið leggur metnað í að hafa til sölu vandaðar lopapeysur og peysurnar okkar eru allar prjónaðar á Íslandi sem ekki er reyndin með mikið af þeim peysum sem til sölu eru hér,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. 

Í fréttum Stöðvar 2 verður líka rætt við fulltrúa 66° Norður en nokkurs taugatitrings gætir innandýra hjá bæði Icelandair og 66° Norður vegna málsins. 

Í fréttum Stöðvar 2 verður fjallað um ákæru á hendur Geirmundi Kristinssyni fyrrverandi sparissjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík sem hefur verið ákærður fyrir umboðssvik.

Þá fjöllum við um mál flóttamanns sem fékk nýlega dvalarleyfi en var vísað úr félagslegu húsnæði Útlendingastofnunar eftir að hann fékk íslenska kennitölu og er því kominn á götuna. Við fjöllum einnig um ævintýralega kortaveltu ferðamanna og leynd sem hvílir yfir gögnum um stofnun nýju bankanna og viðræður við kröfuhafa eftir bankahrunið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 eru í opinni dagskrá kl. 18:30. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Allt um stóra lopapeysumáliđ í fréttum Stöđvar 2
Fara efst