Innlent

Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru velkomnir

Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Frá skipulagsferð Lengst Útí Rassgati
Frá skipulagsferð Lengst Útí Rassgati
Skipulagsnefnd LÚR leitar nú að listamönnum til að taka þátt í að skapa menningarviðburð. Leitað er eftir tónlistarmönnum, hljómsveitum, myndlistarmönnum, sviðlistamönnum og jafnvel rithöfundum.

„Þetta er hugsað fyrir ungt fólk en við setjum samt ekkert aldurstakmark, allir sem hafa áhuga á að koma og taka þátt eru velkomnir,“ segir Andrea Valgerður Jónsdóttir einn skipuleggjenda hátíðarinnar.

Þemað í ár er tengt heimamönnum. „Okkur langar að efla listamennina í bænum og búa til hátíð fyrir þá,“ bætir Andrea við.

LÚR eða Lengst Útí Rassgati er listahátíð ungs fólks á Ísafirði. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti sumarið 2014. Markmið hátíðarinnar er að vera vettvangur fyrir ungt fólk sem vill koma list sinni á framfæri hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á öllum listasviðum á Vestfjörðum.

Hátíðin fer þannig fram að 23. Júní verða fengnir kennarar til að vera með smiðjur. Helgina eftir fara svo fram sýningar sem tengjast smiðjunum.

Hægt er að sækja um með tölvupósti á lurfestival@gmail.com með upplýsingum um þar sem fram koma upplýsingar um umsækjendur, heimasíða/facebook og sýnishorn af verkum umsækjanda. Umsóknarfrestur er til miðnættis 10. maí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×