Innlent

Algengt að fíkniefni finnist á gestum fanga

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Móttökuhús fyrir gesti verður tekið í gagnið fljótlega á Litla-Hrauni. Þar verður skanni og gegnumlýsingabúnaður.
Móttökuhús fyrir gesti verður tekið í gagnið fljótlega á Litla-Hrauni. Þar verður skanni og gegnumlýsingabúnaður. VÍSIR/GVA
Fangaverðir á Litla Hrauni fundu um 100 Rivotril töflur á heimsóknargesti á föstudaginn langa. Gesturinn var handtekinn og mun mál hans fá venjubundna afgreiðslu. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

„Það er býsna algengt,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri það hversu oft efni finnast á gestum fanga.

„Þetta kemur svolítið í bylgjum. Stundum haldleggjum við svona efni daglega en síðan geta liðið einhverjar vikur á milli án þess að við finnum efni,“ segir Páll.

Þetta sé ein leiðin fyrir fíkniefni inn í fangelsið. Aðrar leiðir eru að efnum er kastað yfir girðinguna eða þeim smyglað í munum til fanga.

„Það er allur gangur á þessu og okkar verkefni er að vera vakandi fyrir þessu og leita vel á öllum“ segir hann.

Móttökuhús fyrir gesti verður tekið í gagnið fljótlega á Litla-Hrauni. Þar verður skanni og gegnumlýsingabúnaður. „Við erum alltaf að leita leiða til þess að stoppa flutning fíkninefna inn í fangelsin og reyna að draga úr honum eftir bestu getu.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×