Innlent

Aldrei fleiri konur setið inni

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/GVA
Aldrei hafa fleiri konur afplánað fangelsisdóm en í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun eru nú fimmtán konur vistaðar í fangelsum landsins. Lögð hefur verið áhersla á að boða konur til afplánunar undanfarið á ný eftir að kvennafangelsinu í Kópavogi var lokað.

Með tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði er nú sérstök afplánunardeild fyrir konur þar sem flestar þeirra eru vistaðar og útskýrir hvers vegna þær hafa aldrei verið fleiri. Konur eru þó aðeins lítill hluti fanga, eða að jafnaði um fimm til tíu prósent allra fanga hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×