Innlent

Aldrei bætt fyrir Kópavogshælið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Útiskemmtun við Kópavogshæli.
Útiskemmtun við Kópavogshæli.
„Það er einlæg von okkar að við lærum af þessari fortíð og sameinumst í að reyna að skapa fötluðum tækifæri, sjálfstætt líf og heimili sem við öll getum verið stolt af,“ segir í bókun tveggja fulltrúa í velferðarráði Kópavogs í tilefni nýrrar skýrslu um aðstæður á Kópavogshæli.

„Kópavogshæli var rekið á ábyrgð Ríkisspítalanna og ríkisvaldsins, ekki Kópavogsbæjar. Hælið er þó bundið Kópavogi órofa böndum í nafni sínu og kemur okkur öllum við,“ bókuðu þau Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson. Þau segjast harma mjög það harðræði sem fötluð börn og ungmenni á Kópavogshæli hafi búið við árum saman. „Þar urðu margir fyrir afar sárri reynslu sem aldrei verður bætt.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Umræðan um Kópavogshæli óþægileg

Aðstandandi heimilismanns á Kópavogshæli fagnar skýrslu um hælið og fundi gærdagsins. Hann skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur. Skýrslan var kynnt á fundi á Grand hóteli í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×