Lífið

Akureyri verður öfgakennd í apríl

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Það eru miklir ofurhugar sem þora að stökkva yfir þessa gáma þarna fyrir norðan.
Það eru miklir ofurhugar sem þora að stökkva yfir þessa gáma þarna fyrir norðan. Mynd/EMagnusson
„Hátíðin hefur stækkað svakalega síðustu ár – í raun og veru hefur hún stækkað svo mikið að hún hefur sprengt utan af sér Sjallann þannig að við ákváðum að hringja í gamlan vin okkar, hann Hauk á Græna hattinum. Hann var einmitt partur af hátíðinni lengi vel, þannig að við ákváðum að kveikja upp í gömlu ástarsambandi við Græna hattinn. Þannig getum við líka boðið upp á fjölbreyttari dagskrá fyrir alla,“ segir Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti eins og hann er nú oftast kallaður, einn af aðstandendum hátíðarinnar AK Extreme.

Hátíðin verður í ár eins og fyrr pökkuð af vetraríþróttum og tónlist og aðalatriðið að sjálfsögðu á sínum stað en það er hið ótrúlega hræðandi gámastökk og herlegheitin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„„Big jumpið“ verður á sínum stað á laugardeginum en ásamt því verður „downhill race“ í Hlíðarfjalli og á föstudeginum verður svokölluð jibbkeppni. Við erum alveg með 15 artista að spila hjá okkur í ár og við búumst við sömu geðveikinni og alltaf. Þeir sem hafa komið áður vita við hverju er að búast. Sjáumst fyrir norðan,“ segir Gauti en hann ásamt Aroni Can, Úlfur Úlfur, Alexander Jarli, Hildi, Cyber og mörgum fleiri munu halda uppi fjörinu 6.-9. apríl. Miðar fást á midi.is.

Miða í Sjallan er hægt að kaupa hér á meðan miða á Græna hattinn fást hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×