Innlent

Ákærður fyrir líkamsárás þótt unnusta hafi dregið kæru til baka

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn krafðist þess að málið gegn honum yrði því fellt niður.
Maðurinn krafðist þess að málið gegn honum yrði því fellt niður. Vísir/GVA
Hæstiréttur vísaði í dag frá dómi kærðum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns sem ákærður er fyrir líkamsárás á þáverandi unnustu sína. Sú hefur dregið kæru sína til baka en Ríkissaksóknari metur það svo að maðurinn hafi „haft áhrif á hana með óeðlilegum hætti“ til þess að fá hana til þess.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að meðal gagna málsins er tölvupóstur frá konunni þar sem hún lýsir því yfir að hún eigi engar kröfur á hendur ákærða og muni ekki mæta fyrir dóm vegna málsins. Maðurinn krafðist þess að málið gegn honum yrði því fellt niður en Ríkissaksóknari segir almannahagsmuni krefjast þess að málinu sé haldið áfram.

„Sækjandinn bendir á að ákæruvaldið sé ekki bundið við afstöðu brotaþola og telur auk þess að ákærði hafi haft áhrif á hana með óeðlilegum hætti,“ segir í úrskurði héraðsdóms, þar sem kröfu mannsins um að málið yrði fellt niður er hafnað.

Hæstiréttur komst svo að þeirri niðurstöðu í gær að kæra þessa úrskurðar uppfyllti ekki skilyrði um kæru úrskurðar eftir lok þinghalds. Ekki hafi verið gerð grein fyrir þeim ástæðum sem kæran er reist á og var málinu því vísað frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×