Innlent

Áhöfn Latouche-Tréville býður almenningi um borð í freigátuna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Franska freigátan Latouche-Tréville kom síðast til Íslands árið 2010. Skipið verður í Reykjavíkurhöfn til 2. júní.
Franska freigátan Latouche-Tréville kom síðast til Íslands árið 2010. Skipið verður í Reykjavíkurhöfn til 2. júní. Fréttablaðið/GVA
Almenningi á Íslandi er í dag og tvo næstu daga boðið að skoða frönsku freigátuna Latouche-Tréville sem kom til Reykjavíkurhafnar á miðvikudag.

Fram kemur í tilkynningu frá franska sendiráðinu að skipverjar Latouche-Tréville séu 240 og freigátan sé 139 metra löng, knúin dísilvélum sem skili 5.200 hestöflum og komi skipinu á 21 hnúts hraða. „Þegar mikið liggur við er hægt að grípa til tveggja Rolls Royce-gastúrbína, 26 þúsund hestafla, og gengur það þá á 30 hnúta hraða.“

Skipið er nefnt eftir Louis-René Levassor, greifa af Latouche-Tréville sem fæddist árið 1745 í Rochefort og stýrði freigátunni Hermione í frelsisstríði Bandaríkjanna árið 1780.

Samkvæmt upplýsingum á Wikipediu er Latouche-Tréville meðal annars búið flugskeytum.

Þeir sem vilja skoða freigátuna þurfa að skrá sig hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×