Innlent

Ágúst Bjarni nýr aðstoðarmaður ráðherra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ágúst Bjarni Garðarsson og Sigurður Ingi Jóhansson.
Ágúst Bjarni Garðarsson og Sigurður Ingi Jóhansson. vísir/aðsend/anton
Ágúst Bjarni Garðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hefur hann störf í dag. Ágúst hefur starfað sem stundakennari, verkefnisstjóri og nú síðast á skrifstofu utanríkisráðherra.

Ágúst Bjarni verður annar aðstoðarmaður Sigurðar Inga en fyrir hefur ráðherrann Benedikt Sigurðsson sér innan handar. Ágúst tekur við af Helgu Sigurrós Valgeirsdóttir sem aðstoðarmaður fyrr á árinu til að starfa í Arion banka.

Hinn nýi aðstoðarmaður lýkur meistaraprófi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík í næsta mánuði. Ágúst er í sambúð með Áslaugu Maríu Jóhannsdóttur sálfræðinema og saman eiga þau dreng.


Tengdar fréttir

Markmiðið að klára þríþraut í sumar

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir er nýr liðsmaður í sjávarútvegsteymi Arion banka. Helga fór á skak með frænda sínum á námsárunum. Hún segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×