Innlent

Áfengisdrykkja sexfaldast á fyrsta ári í framhaldsskóla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísír/stefán
Fimm prósent nemenda í grunnskólum landsins hafa orðið ölvuð síðastliðna þrjátíu daga, samkvæmt nýlegri rannsókn á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta hlutfall er með því lægsta sem mælst hefur í rannsóknum á meðal ungmenna í Evrópu og Bandaríkjunum. Talsverð aukning verður þó á drykkju meðal 16 og 17 ára nemenda á fyrsta ári í framhaldsskóla. Þar sexfaldast hlutfallið, eða fer úr 5 prósentum í 31 prósent.

Niðurstöður rannsóknanna sýndu einnig að þau ungmenni sem eingöngu stunda óskipulagt íþróttastarf, utan íþrótta- eða tómstundafélaga, eru líklegri til að drekka áfengi en þau ungmenni sem engar íþróttir stunda.

Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að mikilvægt sé að bregðast við þessari þróun og draga úr ölvunardrykkju ólögráða ungmenna í framhaldsskólum. „Þessari þróun er hægt að snúa við með vitundarvakningu meðal foreldra og forráðamanna ungmenna, aukinni þekkingu og stuðningi frá öllu samfélaginu,“segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×