Innlent

Ættleiðingardagur fyrir kettina sem bjargað var úr iðnaðarhúsnæði í október

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á sunnudag verða 12-14 kettir sem bjargað var úr húsnæðinu til ættleiðingar en nú þegar hafa 13 kettir úr hópnum eignast nýtt heimili.
Á sunnudag verða 12-14 kettir sem bjargað var úr húsnæðinu til ættleiðingar en nú þegar hafa 13 kettir úr hópnum eignast nýtt heimili. vísir/getty
Næstkomandi sunnudag, þann 14. febrúar, mun Dýrahjálp Íslands halda ættleiðingardag í sal gæludýr.is á Korputorgi frá klukkan 12-15. Þar verður hægt að ættleiða nokkra af þeim köttum sem Matvælastofnun bjargaði úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í október.

Alls bjargaði stofnunin 50 köttum em haldið var viðbágar aðstæður þar sem umönnun og þrifnaði var verulega ábótavant og var umráðamaður húsnæðisins handtekinn.

Á sunnudag verða 12-14 kettir sem bjargað var úr húsnæðinu til ættleiðingar en nú þegar hafa 13 kettir úr hópnum eignast nýtt heimili. Þar sem enn á eftir að ljúka bólusetningum á nokkrum köttum verða þeir ekki til ættleiðingar nú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×