Lífið

Ætlaði að kveikja í sígarettu en kveikti í öllu húsinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það er ekki góð hugmynd að reyna að kæfa eld með plastpokum.
Það er ekki góð hugmynd að reyna að kæfa eld með plastpokum. mynd/youtube
Japanskur maður, sem á það til að streyma frá lífi sínu á netinu, verður líklega innan skamms kennslubókarefni um hvernig á ekki að bregðast við eldsvoða. Myndband af ótrúlegum aulaskap hans fylgir fréttinni.

Myndbandið sýnir manninn sitja fyrir framan tölvuskjá og brasa við að kveikja sér í sígarettu. Það gengur hins vegar afar brösuglega. Loksins kviknar á eldspýtunni hans en á sama tíma í stokknum sjálfum. Skyndilega lokar eldur víðs vegar í kringum manninn.

Í stað þess að stökkva strax og sækja slökkvitæki tekur maðurinn þá stórundarlegu ákvörðun að reyna að kæfa eldinn með að hlaða pappakössum og ýmsu rusli yfir hann. Árangurinn er verri en enginn.

Að endingu stigmagnast eldurinn þar til að maðurinn ræður ekki við neitt. Sjón er sögu ríkari. Fyrir þá sem hafa ekki nennu til að horfa á allt myndbandið er hægt að byrja á fjórðu mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×