Lífið

Ætla að kynda upp í firðinum

Kristín Karólína Helgadóttir og Guðlaug Mia Eyþórsdóttir.
Kristín Karólína Helgadóttir og Guðlaug Mia Eyþórsdóttir. MYND/Kunstschlager
„Það verður eins konar karnival, trópikal- og tívólí-andi yfir sýningunni í ár,“ segir Guðlaug Mia Eyþórsdóttir hjá Gallerí Kunstschlager, en aðstandendur Verksmiðjunnar á Hjalteyri höfðu samband við galleríið til þess að halda utan um og stýra sýningu yfir verslunarmannahelgina.

„Verksmiðjan er gömul síldarverksmiðja. Hún er mjög hrá og í mikilfenglegu landslagi á hjara veraldar. Þarna verða því ákveðnar andstæður sem mætast í umhverfinu sem okkur finnst spennandi að vinna með. Við ætlum að kynda upp í firðinum,“ segir Guðlaug, sem er spennt fyrir sýningunni.

„Það liggur beint við, um verslunarmannahelgi, að þessi sýning verði aðeins kryddaðri en venjuleg myndlistarsýning í miðborginni,“ heldur hún áfram og segir Kunstschlager-rottuna verða með í för.

„Kunstschlager-rottan er okkar heillagripur líkt og Bónusgrísinn er fyrir Bónus og Kötturinn Klói fyrir kókómjólkina. Kunstschlager hefur áður ferðast með sýningu út á land, í Slunkaríki á Ísafirði 2013 „Kunstschlager á rottunni“ og var ákveðið að það nafn yrði notað í næstkomandi Kunstschlager-sýningar sem ferðast út á land,“ bætir hún við, en sýningin mun heita Kunstschlager á rottunni 2: Verksmiðjan á Hjalteyri! 

Þeir sem sýna eru:

Helgi Þórsson

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

Þórdís Erla Zoëga

Helga Páley Friðþjófsdóttir

Sigmann Þórðarson

Sigurður Ámundason

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Dóra Hrund Gísladóttir

Hanna Kristín Birgisdóttir

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Björk Viggósdóttir

Victor Ocares

Þorgerður Þórhallsdóttir

Þorvaldur Jónsson

Ólafur Daði Eggertsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×