Lífið

Æfir aðalhlutverk á Metropolitan í New York

Magnús Guðmundssson skrifar
Dísella Lárusdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari.
Dísella Lárusdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari. Visir/Valli
Dísella Lárusdóttir sópransöngkona kemur fram á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu í dag. Hún segir tónleikana stórsniðuga fyrir þá sem vilja kynna sér undraheim óperunnar.

„Það er alveg tilvalið fyrir áhugasama að byrja á því að koma á hádegistónleikana og finna smjörþefinn. Finna hvað þetta er flott og fágað form. Óperusöngurinn er líka svo miskunnarlaus, ef feilnótan kemur þá bara er hún þarna og maður er gjörsamlega nakinn gagnvart þessu,“ segir Dísella og hlær.

Á hádegistónleikunum ætlar Dísella að syngja þrjár þekktar aríur og þrjú söngljóð við undirleik Antoníu Hevesi. En hennar bíður líka spennandi verkefni á komandi hausti. „Já, ég er að fara að æfa titilhlutverkið í Lulu eftir Alban Berg hjá Metropolitan-óperunni í NY og það verður goðsögnin James Levine sem stjórnar.

Ég æfi þetta upp sem varasöngkona fyrir aðalstjörnuna en hver veit nema að tækifærið komi og ég fái að fara eitthvað á svið. Það er að minnsta kostið gríðarlega spennandi fyrir mig að fá að takast á við þetta hjá svona flottum hljómsveitarstjóra og við sjálfa Metropolitan-óperuna. Það stóð til á síðasta ári að ég fengi hlutverk í Verdi undir stjórn Levine en ég þurfti að hafna því af því að ég átti von á barni.

Svo fæddist mér yndislegur drengur og heimurinn reyndist mér áfram góður með því að veita mér annað tækifæri við Metropolitan. Svo er ég farin að huga að því að kynna mig kannski aðeins í Evrópu svo það er nóg fram undan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×