Innlent

Aðstandendur þurfa ekki að þvo af sjúklingum sjálfir

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Enn er þvegið af sjúklingum á Landspítalanum.
Enn er þvegið af sjúklingum á Landspítalanum.
Aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum þurfa ekki að þvo af þeim, eins og auglýsing sem hékk í lyftu spítalans sagði til um. Auglýsingin, sem gengur nú á milli fólks á Facebook, reyndist vera grín. Í auglýsingunni segir:

„TIL AÐSTANDENDA

FRÁ STJÓRN SPÍTALANS

Vegna sparnaðar, lokunar deilda, verkfalls og vandamála við mönnun starfa biðjum við aðstandendur að sýna skilning og aðstoða þar sem hægt er.

Nú er þörf fyrir aðstoð við þvotta og er hægt að nálgast óhreinan þvott hjá hjúkrunarforstjóra á hverri deild. Vinsamlegast koma svo með þvottinn samanbrotin til baka.

Þvottahús spítalanna,

Miljür Brókarwich.“

Þegar auglýsingin var lesin fyrir Karólínu Guðmundsdóttur, deildarstjóra Þvottahúss spítalanna var fyrsta svar einfalt: „Ha?“ Hún hafði ekki séð auglýsinguna á meðan hún hékk uppi og staðfesti að aðstandendur sjúklinga þyrftu ekki að þvo þvott spítalans. „Nei, nei, nei. Við erum alls ekki að biðja aðstandendur um að þvo þvott. Mér finnst þetta hljóma eins og eitthvað grín bara,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×