Fótbolti

Aðeins fengið á sig eitt mark en kemur ekki til greina sem besti leikmaður HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hope Solo hefur vart geta staðið sig mikið betur.
Hope Solo hefur vart geta staðið sig mikið betur. vísir/getty
Bandaríkin eiga flesta leikmenn af þeim átta sem koma til greina sem besti leikmaður heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta.

HM 2015, sem staðið hefur yfir í Kanada undanfarnar vikur, lýkur um helgina þegar England og Þýskaland berjast um bronsið og endurtekning verður á úrslitaleiknum 2011 þegar Bandaríkin og Japan eigast við í úrslitaleiknum.

Julie Johnston, Megan Rapinoe og Carli LLoyd, leikmenn bandaríska liðsins koma allar til greina, en markvörðurinn Hope Solo er ekki á listanum.

Það vekur nokkra athygli, en Solo fékk á sig eitt mark í fyrsta leiknum gegn Ástralíu og hefur síðan haldið hreinu í síðustu fimm leikjum mótsins. Hún er vissulega með frábæra vörn fyrir framan sig, en Solo gæti vart hafa staðið sig mikið betur.

Japan, sem mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum, á tvo fulltrúa; Saori Ariyoshi og Aya Miyama og Þjóðverjar eiga einn; framherjann Celiu Sasic. Sasis er markahæst á mótinu með sex mörk.

Lucy Bronce, sem slegið hefur í gegn með Englandi á mótinu, kemur svo til greina sem besti leikmaður HM líkt og hinn frábæri leikmaður franska liðsins, Amandine Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×