Lífið

Á átta dýr sem dreifast á nokkur heimili

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Ef ég væri sögupersóna í bók vildi ég helst vera Rauðhetta því hún er skemmtilegust,“ segir Ásdís Gyða.
"Ef ég væri sögupersóna í bók vildi ég helst vera Rauðhetta því hún er skemmtilegust,“ segir Ásdís Gyða. Vísir/Eyþór Árnason
Ásdís Gyða Atladóttir er sex ára og gengur í Kársnesskóla. Uppáhaldsfagið hennar er myndmennt en hvernig finnst henni skemmtilegast að leika sér?

Að teikna og lita er skemmtilegast.

Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu?

Ég horfi helst á Hvolpasveitina og Gló mögnuðu.

Áttu sérstök áhugamál?

Ég er í Myndlistarskóla Kópavogs einu sinni í viku í vetur og svo fer ég oft í hesthúsið og á hestbak með afa og ömmu. Á sumrin finnst mér skemmtilegast að skreppa í flugtúr á Ómægod. (TF-OMG)

Ef þú værir sögupersóna í bók, hver myndir þú helst vilja vera?

Ég myndi vilja vera Rauðhetta því hún er skemmtilegust.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í?

Þegar ég datt á rassinn og flaug á hausinn á tramp­ólíninu hjá Sóldísi frænku minni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Pitsa með osti og ananas er uppáhaldsmaturinn minn.

Áttu einhver gæludýr?

Já, ég á átta dýr en þau dreifast á nokkur heimili og heita Spotti, Keli, Kátur, Lappi, Damon, Lúna, Skotta og Belja.

Hvað langar þig mest að verða þegar þú verður stór?

Ég ætla að verða ballerínukennari.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. febrúar 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×