Innlent

48 þúsund lítrar af mjólk í sjóinn

Snærós Sindradóttir skrifar
Bilun í mjólkursílói í Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga varð til þess að 48 þúsund lítrar af mjólk fóru til spillis aðfaranótt miðvikudags.

Þetta staðfestir Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður Mjólkursamlagsins.

Óhappið uppgötvaðist þegar starfsmenn mjólkursamlagsins mættu til vinnu morguninn eftir en þá kom í ljós að lok á mjólkursílóinu hafði ekki virkað sem skyldi.

Á bilinu 50 til 60 þúsund lítrar af mjólk fara í gegnum samlagið á degi hverjum svo bilunin var mikil blóðtaka fyrir fyrirtækið.

Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga sér fyrst og fremst um framleiðslu á osti en á meðal varnings frá samlaginu er ferskur mozzarella-ostur og hefðbundinn brauðostur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×