Innlent

275 útskrifaðir frá Mími

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hópurinn glæsilegi.
Hópurinn glæsilegi.
275  nemendur útskrifuðust frá Mími-símenntun við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju síðastliðinn fimmtudag. Nemendur úr sautján hópum tóku stoltir við umslögum á þessum gleðidegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mími.

 

Um er að ræða þrjá hópa úr Menntastoðum og tvo úr Grunnmenntaskólanum. Einnig hópa úr Aftur í nám, Verslunarfagnámi, Landnemaskóla, Þjónustu við ferðamenn, Fagnámskeiðum, Framhaldsnámi félagsliða og Félagsliðabrú. Sérstakur hópur útskrifaðist á námskeiði sem heitir Vinna með börnum. Að lokum má nefna hóp sem lauk raunfærnimati í almennum bóklegum greinum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður ávörpuðu nemendurna við útskrift. Margir þeirra sem útskrifuðust hyggja á áframhaldandi nám hjá Mími-símenntun á nýju ári í öðrum námsleiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×