Innlent

25 þúsund króna rukkun Mosfellsbæjar reyndist dýr

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fyrir dómi bar hann við að hafa tjáð leikskólastjóra að dóttir hans myndi hætta fyrr á skólanum og á hún að hafa tjáð honum að það væri ekkert mál.
Fyrir dómi bar hann við að hafa tjáð leikskólastjóra að dóttir hans myndi hætta fyrr á skólanum og á hún að hafa tjáð honum að það væri ekkert mál. vísir/Vilhelm
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi dæmdur til að greiða Mosfellsbæ vangreidd leikskólagjöld fyrir einn mánuð, alls 25.130 krónur auk dráttarvaxta.

Hvor aðili fyrir sig var látinn bera sinn kostnað af málinu en sveitarfélagið hafði farið fram á málskostnað úr hendi mannsins. Sá kostnaður nam ellefufaldri kröfufjárhæðinni auk virðisaukaskatts eða ríflega 300 þúsund krónum.

Maðurinn hafði sagt upp leikskólaplássi dóttur sinnar skriflega 19. maí 2015 og skyldi hún hætta þar frá og með 10. júlí 2015. Síðar ákvað hann að barnið skyldi hætta mánuði fyrr.

Fyrir dómi bar hann við að hafa tjáð leikskólastjóra að dóttir hans myndi hætta fyrr á skólanum og á hún að hafa tjáð honum að það væri ekkert mál. Munnlega samkomulagið þótti ekki sannað og því þarf maðurinn að greiða júnímánuð þó að barnið hafi ekki verið á leikskólanum. Maðurinn er ólöglærður og flutti mál sitt sjálfur. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×