Fótbolti

22 skot hjá Argentínu og tvö í netið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/getty
Argentína vann El Salvador í æfingarleik á FedEx vellinum í Maryland í kvöld 2-0. Argentína hafði öll tök á vellinum, en mörkin tvö komu bæði í síðari hálfleik.

Fyrsta markið gerði Nestor Raul Renderos, en það skoraði hann á 54. mínútu. Hann varð fyrir því óláni að skora í sitt eigið mark. Federico Mancuello gerði svo annað mark Argentínu undir lokin og lokatölur 2-0.

Byrjunarlið Argentínu var ansi sterkt og áttu þeir miklu fleiri tilraunir á markið. Þeir skutu 22 sinni að marki, en liðsmenn El Salvador skutu einungis einu sinni að marki Argentínu.

Pablo Punyed, leikmaður Stjörnunnar, spilaði síðusta stundarfjórðunginn í leiknum, en hann kom inná miðjuna hjá El Salvador.

Lionel Messi og Javier Mascherano voru hvíldir, en byrjunarlið Argentínu má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Argentínu: Guzmán - Zabaleta, Musacchio, Funes Mori, Orban - Pereyra, Banega, Tevez - Lavezzi, Higuaín, Di María.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×