Innlent

213 fengið réttarstöðu sakbornings án þess að vera ákærðir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
72 einstaklingar hafa nú réttarstöðu sakbornings hjá sérstökum saksóknara.
72 einstaklingar hafa nú réttarstöðu sakbornings hjá sérstökum saksóknara. Vísir/Ernir
213 einstaklingar hafa fengið réttarstöðu sakbornings hjá embætti sérstaks saksóknara án þess að rannsókn viðkomandi máls hafi leitt til ákæru á hendur þeim.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um stöðu manna sem grunaðir eru um refsiverða háttsemi í skilningi 1. greinar laga um embætti sérstaks saksóknara.

Í svarinu kemur fram að 72 hafi nú réttarstöðu sakbornings hjá sérstökum saksóknara. Þar af eru 33 einstaklingar sem hafa réttarstöðu sakbornings í fleiri en einu máli.

Þá spurði Össur einnig um hversu lengi einstaklingarnir hafi haft réttarstöðu sakbornings. Má í svarinu sjá ítarlega úttekt á því en einn einstaklingur hefur haft réttarstöðu sakbornings í 63 mánuði. Það mál hefur verið til rannsóknar frá árinu 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×