18 ára reykvísk YouTube-stjarna og međ tugi milljóna áhorfa: „Fć eitthvađ borgađ en ég vinn líka ađrar vinnur“

 
Lífiđ
14:00 19. MARS 2017
Didda er ađ slá í gegn á YouTube.
Didda er ađ slá í gegn á YouTube.

„Ég byrjaði að gera myndbönd þegar ég var í kringum tíu eða ellefu ára. Áhuginn kom eftir að ég var með í stuttmynd sem krakkar úr árganginum voru að búa til. Ég byrjaði seinna að setja inn myndbönd á YouTube,“ segir Sigríður Þóra Flygenring, 18 ára ung kona sem búsett er í Reykjavík. Sigríður kallar sig Didda á YouTube og má segja að hún sé YouTube-stjarna.

Didda byrjaði á YouTube árið 2010 og hefur hún um sextíu þúsund fylgjendur. Myndböndin hennar hafa yfir 36 milljónir áhorfa.

„Ég gerði mér fyrst ekki grein fyrir því að hver sem er gæti horft á þessi myndbönd, en svo eignaðist ég vini og áhorfendur og þá fór ég að búa til myndbönd sérstaklega fyrir YouTube.“

Hún segir að flest myndböndin sé einhverskonar samanblanda af raunveruleikanum og ímyndunarafli hennar.

„Mér finnst gaman að sýna heiminn á fyndinn hátt og skreyti oft myndböndin með teikningum. Ég hef eiginlega verið á YouTube  síðan ég var barn og á það til að gera bara myndbönd eins og ég er vön að gera. Svo einmitt núna er ég að reyna að breyta til og fullorðnast aðeins og finna út hvað ég vil búa til.“

Hún segir að ekkert eitt sérstakt myndband hafi skapað vinsældir hennar og hafi rásin stækkað hægt og bítandi. Didda segist fá smávegis greitt frá YouTube.

Þarf líka að vinna
„Ég fæ eitthvað borgað en ég vinn líka aðrar vinnur og er í skóla. Ég gæti ef til vill gert YouTube að vinnunni minni í framtíðinni en ég veit ekki hvort það sé eitthvað sem ég stefni endilega á að gera.“

Didda segist eiga nokkra aðdáendur.

„Ég hef séð nokkrar aðdáendasíður og komment. Ég hef líka hitt nokkra áhorfendur og þau eru öll frekar slök, sem er mjög næs því ég sé mig sjálfa ekkert sem neina YouTube stjörnu,“ segir Sigríður og bætir við að það sé virkilega gaman að standa í þessu.

„Væri líklegast ekki að gera þetta nema það væri gaman. Helst er þá gaman bara að fá feedback frá áhorfendum og líka að kynnast öðru fólki sem er að gera það sama. Ég hef eignast marga vini í gegnum YouTube og hef líka verið svo heppin að fá að hitta þá. Ég hef líka verið boðin í að taka þátt í nokkrum pallborðsumræðum á VidCon í Bandaríkjunum og Amsterdam, sem er virkilega skemmtilegt og gott tækifæri.“

Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Diddu:
 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / 18 ára reykvísk YouTube-stjarna og međ tugi milljóna áhorfa: „Fć eitthvađ borgađ en ég vinn líka ađrar vinnur“
Fara efst