Innlent

12 % hlynnt nýjum búvörusamningum

Bjarki Ármannsson skrifar
Rúmlega 46 prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu eru andvígir nýjum búvörusamningi, sem nýlega var undirritaður.
Rúmlega 46 prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu eru andvígir nýjum búvörusamningi, sem nýlega var undirritaður. Vísir/GVA
Rúmlega 46 prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu eru andvígir nýjum búvörusamningi, sem nýlega var undirritaður. Andstaðan mælist mest á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins en minnst á meðal Norðlendinga.

Aðeins tólf prósent svarenda sögðust hlynnt nýja búvörusamningnum en naumlega 42 prósent sagðist „í meðallagi hlynnt eða andvíg samningnum.“

Meira en helmingur svarenda sagðist hafa kynnt sér samninginn „illa eða alls ekki.“ Því betur sem menn segjast hafa kynnt sér samninginn, þeim mun andvígari eru þeir honum.

Langhæst hlutfall kjósenda Framsóknarflokksins er hlynnt nýja samningum, rúmlega 44 prósent.


Tengdar fréttir

Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum

Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×