Innlent

„Tungumálakunnátta er allra hagur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólveig Simha frönskukennari ásamt grunnskólanemum í frönsku. Vigdís Finnbogadóttir.
Sólveig Simha frönskukennari ásamt grunnskólanemum í frönsku. Vigdís Finnbogadóttir. mynd/aðsend
Í tilefni Evrópska tungumáladagsins sem haldinn er hátíðlegur þann 26. september ár hvert, stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík.

Málþingið ber yfirskriftina „Tungumálakunnátta er allra hagur“ og fer fram í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands föstudaginn 26. september kl. 15-17:30.

Tungumálakennarar sem og annað áhugafólk um tungumál og menningu eru hvattir til að mæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×