Innlent

„Þið úti á landi megið fá vinninginn fyrir mesta snjóinn“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Biggi lögga er mættur aftur.
Biggi lögga er mættur aftur. Mynd/Vísir/Stefán
Biggi lögga er mættur aftur og í nýjasta myndbandinu sínu á Facebook-síðu lögreglunnar ræðir hann aðeins um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í öllum snjónum og umræðuna sem gjarnan skapast á samfélagsmiðlum um það að borgarbúar kunni ekki að keyra í snjó.

Biggi lögga segist skilja umræðuna um að það sé ekkert sérstaklega mikill snjór í borginni og það eigi ekki að vera svona mikið mál að keyra þar um, en að hans mati snýst málið ekki um það að íbúar höfuðborgarsvæðisins kunni ekki að keyra í snjó:

„Það er náttúrulega brjálæðislega mikil umferð og það þarf ekki meira en einn sem er á lélegum dekkjum, eða jafnvel sem kann ekki að keyra í snjó, sem klúðrar hlutunum og þá bara stoppar allt,“ segir Biggi meðal annars.

Hann beinir því til fólks sem er á illa útbúnum bílum að fara ekki út í umferðina þegar það er snjór, eða að fá sér almennileg dekk undir bílinn.

„Ég held að það sé miklu gáfulegra og miklu öruggara. Þá eru þið heldur ekki að gefa fólkinu úti á landi tækifæri til að gera lítið úr aksturshæfileikum höfuðborgarbúa.“

Myndband Bigga löggu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×