Innlent

„Þetta er óþægileg tilfinning“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Starfsmönnum breska þingsins var skipað að halda kyrru fyrir í þinghúsinu eftir hryðjuverkaárás sem gerð var á svæðinu. Garðar Agnarsson Hall starfar sem matreiðslumeistari hjá lávarðadeild breska þingsins og er ásamt öðrum starfsmönnum lokaður inni í húsinu. 

„Starfsfólk hér í húsinu er bara komið saman, engum er hleypt út og engum er hleypt inn. Þetta er bara algjört lockdown eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ segir Garðar. 

Hann segir að fólk sé rólegt þó að vissulega sé óþægileg tilfinning að hryðjuverk hafi verið framin á lóðinni. Mikill viðbúnaður sé hjá lögreglu og öryggisvörðum í þinghúsinu.

„Hérna veður um grímuklædd lögreglu framog til baka. Það er skrítið að sjá þetta. Það er greinilega lagt mikið upp úr því að loka öllu og ekkert má gerast í augnablikinu. En ég neita því ekki að þetta er óþægileg tilfinning,“ segir Garðar Agnarsson Hall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×