Innlent

„Þetta er einhvern veginn lægsta plan“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Manni finnst varla hægt að leggjast lægra,“ segir Jóhanna Róbertsdóttir, verkefnisstjóri deildaþjónustu hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Hér má sjá aðkomuna á skrifstofunni í morgun.
"Manni finnst varla hægt að leggjast lægra,“ segir Jóhanna Róbertsdóttir, verkefnisstjóri deildaþjónustu hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Hér má sjá aðkomuna á skrifstofunni í morgun. Mynd/Rauði krossinn
Brotist var inn í húsnæði Rauða kross Íslands í Hveragerði í gær eða í nótt. Bæði myndavél og tölvu var stolið en aðkoman var óskemmtileg þegar starfsmaður Rauða krossins mætti til vinnu í morgun

„Manni finnst varla hægt að leggjast lægra,“ segir Jóhanna Róbertsdóttir, verkefnisstjóri deildaþjónustu hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Hún segir að innbrotið hafi átt sér stað einhvern tímann eftir klukkan 16 í gær og þangað til í morgun.

„Það var allt á rú og stúi. Búið að brjóta upp hurðir, fara inn í alla skápa og skúffur og öllu hent á gólfið.“

Húsnæði Rauða krossins við Austurmörk 7 í Hveragerði.Skjáskot af Já.is
Renndu niður gardínum svo ekki sæist til þeirra

Lögregla mætti á staðinn í morgun og tók skýrslur en innbrotsþjófarnir reyndu einnig að taka niður skjávarpa í loftinu en án árangurs. Utan þeirra þriggja hluta sem nefndir hafa verið segir Jóhanna ekki eftir miklu að slægjast í húsakynnum hjálparsamtakanna. 

„Þetta er einhvern veginn lægsta plan,“ segir Jóhanna. Greinilegt sé að innbrotsþjófarnir hafi gefið sér nægan tíma en þeir renndu niður gardínum til þess að ekki sæist til þeirra innanhúss.

Aðspurð segir hún að starf Rauða krossins hafi ekki raskast að öðru leyti en því að stjórnarfundi hafi verið frestað. Ekki hafi verið skemmtilegt að bjóða fólki upp á að funda í húsakynnunum í dag. Nú þurfi að skipta um hurðir sem virðast hafa verið sparkaðar niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×