Lífið

"Stríðið hefur tætt fjölskyldur í sundur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Orlando Bloom heimsótti í síðustu viku börn frá Sýrlandi sem flúið hafa átökin í landinu yfir til nágrannaríkisins Jórdaníu. Orlando, sem hefur verið velgjörðasendiherra UNICEF frá 2009, hitti börn og fjölskyldur þeirra sem sögðu honum frá lífi sínu í kjölfar stríðsins. Hann heimsótti einnig barnvæn svæði UNICEF og skóla sem starfræktir eru með stuðningi UNICEF.

„Þessi börn hafa séð meira og hræðilegra ofbeldi en nokkur manneskja ætti að upplifa,“ sagði hann.

„Stríðið hefur tætt fjölskyldur í sundur og hrakið þær frá heimilum sínum. Þau vilja ekki vera flóttamenn. Þau vilja bara snúa til baka í friðsemd og lifa lífinu með von um bjartari framtíð fyrir börnin sín.“

Um sex hundruð þúsund Sýrlendingar hafa flúið yfir til Jórdaníu. Heimsforeldrar UNICEF á Íslandi og þeir sem styrkt hafa neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn frá Sýrlandi veita börnum á flótta, innan og utan Sýrlands, lífsnauðsynlega neyðarhjálp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×