Lífið

#segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umfjöllun Hannesar um Davíð spannar fjórar síður og er prýdd 7 myndum.
Umfjöllun Hannesar um Davíð spannar fjórar síður og er prýdd 7 myndum. vísir
Óhætt er að segja að glæsilega myndskreytt og ítarleg tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á vini sínum Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetisráðherra, hafi vakið mikla athygli í gær. 

Greinina var að finna í laugardagsblaði Morgunblaðsins sem var í frídreifingu í gær en þar fer Hannes í saumana á þeim breytingum sem hann telur hafa orðið á íslensku samfélagi á því herrans ári 1991. Það ár myndaði Davíð Oddsson sína fyrstu ríkisstjórn, Viðeyjarstjórnina svonefndu.

Sjá einnig:Söguskoðun Hannesar fær falleinkunn á Facebook

Sitt sýnist hverjum um greinina og fullyrðingar í henni. Hafa fjölmargir notendur á Twitter grínast með greinina undir merkinu #Hannessegir. Minnir grínið óneitanlega á brandara um leikarann Chuck Norris sem á að hafa hringt símtöl áður en Alexander Graham Bell fann upp símann og látið lífið fyrir tuttugu árum, dauðinn hefur bara ekki haft það í sér að láta Chuck Norris vita.

Sumum netverjum tekst betur upp í gríninu um grein Hannesar, „Árið 1991“, en öðrum. Hver verður að dæma fyrir sig.

Rannsókn Hannesar á aðdraganda falls bankanna stendur enn yfir. Tíu milljónir króna voru veittar til rannsóknarinnar árið 2014 sem átti að ljúka sumarið 2015. Frægt er þegar hann útskýrði fyrir alþjóð íslenska efnahagshrunið í Íslandi í dag árið 2007.

 


Tengdar fréttir

Hannes Hólmsteinn átti frumkvæðið

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur staðfest að hafa átt frumkvæði að rannsókn á erlendum áhrifaþáttum bankahrunsins.

Hannes: Ísland ætti að vera skattaskjól

"Ísland er sérlega vel í stakk búið til að veita Mön og Ermarsundseyjum og fleiri skattaskjólum samkeppni um fjármagn og fyrirtæki,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×