Fótbolti

"Hef ekki kynnst slíkri samheldni í 20 ár“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn íslenska liðsins hafi ávallt haft mikla trú á sjálfum sér, líka fyrir fyrsta leik þess á EM í Frakkalndi.

Eiður Smári var spurður í dag af hverju leikmenn virtust hafa ekki látið þetta mikla tilefni, að spila á stórmóti í fyrsta sinn, ekki koma sér úr jafnvægi.

Sjá einnig: Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands

„Við vorum meðvitaðir að það voru ekki gerðar miklar væntingar til okkar. Við vitum best sjálfir hvað við getum og því höfðum við meiri trú á okkur en allir aðrir,“ sagði Eiður Smári á fundinum í dag.

„Það er þar að auki mitt mat að sú skapgerð sem býr í þessu lið og samheldnin líkist engu öðru sem ég hef kynnst á mínum 20 ára landsliðsferli.“

„Það eitt og sér getur komið okkur mjög langt,“ sagði hann enn fremur.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×